Já mér leiddist ótrúlega í nótt, bilun í routernum og vesen = ekkert TV nor teh Intertubez. Þannig að ég ákvað bara að skoða Logic Pro 8 aðeins.

Spilaði lagið Flugvélar eftir Jón Ólafsson og Björn Jörund.

Lék mér aðallega með B3 orgelið, en þið heyrið í því í upphækkunninni í enda lagsins.

Þar sem að ég var einn heima sleppti ég því að nota hljómborðið í píanóið, og notaði Yamaha kvikindið í stofunni.

Afraksturinn

Jæja, hvað finnst ykkur svo :) ?