Nú eru svo mörg upptökuforrit í gangi í dag að maður verður alveg ruglaður á þessu.
Mig hins vegar vantar ekkert flókið dæmi, mér finnst sound recorder aðeins of lélegt. En mig vantar hins vegar upptökuforrit sem er rosalega auðvelt að taka upp í og fljótlegt.
Eitthvað sem ég get startað og byrjað að taka upp á helst innan við svona 10 sek. Ekki eitthvað sem ég þarf að opna, byrja á því að savea sessionið og stilla hvernig ég vilji taka upp og eitthvað.
Maður er alltaf með lagahugmyndir í hausnum og stundum bara nenni ég ekki að starta einhverjum af þessum forritum sem ég er með útaf þessu.
Jæja einhverjar hugmyndir?