Ég hugsa ekki ef þú ert að nota græjuna sem effekt í mixer, þá myndi hljóðmaðurinn sjá um að blæða sándinu úr henni inn á söngrásina, ef þú tengir mæk beint í þetta tæki og þaðan í söngkerfi þá ertu hinsvegar örugglega að fá feedback.
Þetta Behringer tæki býður upp á mun meiri stjórn yfir sándinu/bjöguninni heldur en hefðbundinn distortionpedali vegna þess að þetta er gítarmagnarahermir, almennt eru distortionpedalar bara með einn eða tvo tónstilla en þetta tæki er með bassa, miðju og treble, volume, bjögun og reverb auk einhverra effekta.
Svo er bara trikkið að nota ekki allt of mikla bjögun á söng, lítið af bjögun gerir alveg fullt, mikil bjögun breytir bara söngnum í suð.
Þegar ég hef verið að syngja á tónleikum og hef viljað fá brútal sánd á sönginn en hef ekki verið með neina effekta á mækinn þá hef ég bara troðið fremsta hlutanum af mæknum uppí mig og orgað með mækinn í kjaftinum, það virkar helvíti vel og lítur alveg sérstaklega sick út :)
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.