Sælir,
Ég álpaðist á tónleikana með John Fogerty í höllinni í gær. Tónleikarnir voru bara nokkuð góðir…hljómsveitin er samansett af nokkuð flottum session spilurum.
En sándið var alveg út úr korti.
Þetta var mjög muddy og engin aðgreining á hljóðfærunum, og svo voru nokkur lög þar sem kassagítarar voru notaðir með, en það heyrðist ekki nóta í þeim, og bassinn var rosalega möddý og skar sig ekkert úr frá bassatrommunni.
Ekki veit ég fyrir víst hver sá um sándið en gruna Exton með sinn “Midas Heritage 3000”??

Hvað fannst ykkur um þessa tónleika?
Kv. Raggi D.