Ætlaru að mica-upp píanó, taka það MIDI eða nota bara útgang af hljómborði. Nokkuð algengt er að taka hljómborð upp sem Midi signal, en þá ertu að taka upp “skipanir” en ekki hljóð. Þú velur svo hljóð úr hljóðgerfli í tölvunni eftirá.
Sýnist þú ekki þurfa meira en tvær rásir í einu.
Þannig eitthvað hljóðkort með tveimur rásum inn.
Þar sem að ég er ótrúlega hrifinn að Presonus græjum ætla ég að mæla með FireBox. Það kostar kringum 30 þúsund, er reyndar 4 rása. Er með tveimur Mic/Instrument inngöngum og svo tveimur Line inngöngum.
Getur verið þægilegt (þekki það af eigin reynslu) að vera með aðeins fleiri rásir, ef þú ert oft að taka upp sömu 2-3 hljóðfærin sitt á hvað. Þá gætiru bara alltaf verið með hljómborðið tengt við rásir 3-4, Alltaf með söngmic tengdann við rás 1 og alltaf með gítar tengdann við rás 2. Þá þarftu ekki alltaf að vera að skipta um snúrur, og Gaina (stilla styrkinn útfrá því sem hljóðfærið/míkrafónninn gefur frá sér)
Cubase LE hugbúnaður fylgir með kortinu, sem að er eiginlega kynningareintak af Cubase, sem er eitt af mest notuðu forritunum. Ef að þú ert að nota makka mæli ég með að skoða Logic Express eða Logic studio sem upptökuforrit. Ég var að nota cubase og sá algjörlega ljósið þegar ég byrjaðu að nota logic :)
http://www.presonus.com/products/Detail.aspx?ProductId=4Ertu með kassagítar eða rafmangsgítar ?
Þú gætir sennilega komist af með einn góðann “Large Diaphragm condeser” míkrafón, góðann micstand, hljóðkort, forrit, snúru og ágætis tölvu.
Ef að þú ert að taka upp rafmagnsgítar gegnum magnara þá er svo alltaf spurning um að eiga einn Shure SM57, sem að er einn mest notaðasti mic í heiminum, enda er hann eins og Seasonall, virkar á allt. Sneril, Toms, Gítarmagnara, Bassamagnara, Söng, Blásturshljóðfæri, Hi-Hat, og jafnvel sem gírstöng í ford escort skilst mér (ZooMix:P)