Firepod er með 8 preamps, tveir þeirra eru Mic/Instrument og hinir 6 eru Mic/Line. Sem að þýðir að þú getur tengt hljóðfæri (gítar, bassa, kassagítar) beint í rásir 1 og 2. Öll tengin eru XLR/Jack combo tengi. Hann er með tveim phantom power rofum, annarsvegar rásir 1-4 og hinsvegar 5-8.
Firepodinn er með MIDI in/out, S/P-DIF (með því geturu bætt við tveimur inngöngum) og styður það að tengja alltaf 3 Firepoda saman gegnum firewire.
Hann er með Send/Return fyrir fyrstu 2 rásirnar, og er svo með 8 útganga. Svo er sér útgangur fyrir masterinn (sem að er samt að nota línur 1-2) með volume takka framaná, auk þess sem það er einn útgangur í viðbót sem að er í rauninni útgangur 1-2 líka, sem að lætur masterinn ekki hafa áhrif á sig (gott t.d. til að keyra inn á headphone preamp eða annað slíkt)
Hann er svo með Headphonatengi, með sér volume takka framaná. og Cue-Mix takka, sem að blandar því hvort þú heyrir það sem kemur inn á kortið, eða það sem kemur útaf því í gegnum Master útganginn (þeas. þú getur hlustað “beint” á inputin)
Firepod tekur upp 24 bita hljóð (sem er það sem þú ættir að leita eftir í hljóðkortum, til að sleppa við allar leiðinda skýringar, þá hljómar það bata betur) og 96kHz. Allir geisladiskar eru 44.1kHz, en hljóð fyrir video er 48kHz. Sum hljókort (t.d. M-Audio kortið) bjóða upp á allt að 192kHz, en mér var bent á það (af reyndum einstakling) að meðal notandinn hefur voða lítið að gera með að taka upp yfir 44.1kHz, hvað þá 192kHz. Þú ert aldrei með það góðar græjur að þú sért að fá eitthvað útúr því, svo að 44.1kHz dugar flestum.
Svo er græjan hönnuð í 19“ rack (sem allar græjur ættu að vera að mínu mati)
ég á Firepod :P
svo er það M-Audio græjan (þekki hana ekki presónulega, allar upplýsinar teknar af netinu)
Græjan kemur ”standard“ með 8 inngöngum. Tveimur mic preramps með instrument tengimöguleika og 6 line inngöngum (svo er hægt að hafa fyrstu 2 rásirnar sem line líka, með því að ýta á Mic/line takkann á kortinu)
Græjan er með Phantom Power á mic-preömpunum tveimur.
Hún er með S/PDIF I/O, Word Clock I/O og Midi I/O. Hún kemur með 4 balanseruðum útgöngum. Stór kostur við hana er að hún er með tveimur headphone útgöngum með sitthvorum volume takkanum. Hún er gefin upp 24bit/192kHz en mér sýnist hún samt bara vera 192kHz á fyrstu tveimur inngöngunum, og öllum 4 útgöngunum. hinir inngangarnir eru 96kHz. Eins og ég sagði áðan þá hefuru lítið að gera með 192kHz. Analog-to-Digital converterarnir og preamparnir í svona græjum skila ekki það góðum árangri að þú sért að græja eitthvað á 192kHz.
Ég veit ekki hvort að græjan sé rackmountanleg.
Svo er hún með smá trick uppi í erminni, þeas. ADAT Lightpipe. Með því geturu bætt við 8 inn, og útgöngum á 44.1 kHz eða 48kHz (man ekki hvort það er) (ef að þú ert með converter/preamp sem að er með adat inn/út, t.d. presonus digimax og M-audio octane) eða 4-in/4-út á 96kHz.
ætla að reyna að taka smá svona það sem mér finnst önnur græjan hafa framyfir hina.
Firepod:
8 mic-preampar
8-útgangar (t.d 1-2 er master, 3-4 fer í headphone til trommara, 5-6 fer til bassaleikara og 7-8 fer til gítarleikara, til dæmis)
19” rack-græja
Midi og S/PDIF er á græjunni, en ekki í breakout cable
Sér Gain takki fyrir hverja rás, Master volum (á M-Audio kortinu er einn takki fyrir allar line rásirnar, og allar output rásirnar, og notar einnig sama takka til að velja headphone source) –> einfaldari í notkun
Hægt að nota allt að 3 firepod saman (og þrefalda þar með rásafjöldann)
FireWire 1814:
Pad-switch á mic-preampinn (ekki að ég hafi nokkurtíman þurft slíkt á firepodnum)
Tveir headphone útgangar.
Möguleiki á að bæta við rásum gegnum S/P-DIF
Bætt við 18. maí 2008 - 22:47
mætti bæta við sem kost við M-Audio kortið að það er hægt að keyra Pro Tools (M-Powered) með því ef að maður vill.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF