Sælir félagar,
Ér er einn af þessum græjufíklum, eða allavega hélt ég að ég væri langt leiddur í allskonar upptökugræju og hljóðfæra fíkn.
En eftir að ég fór að stunda þessa síðu reglulega og lesa það sem aðrir góðir menn í upptökugeiranum skrifa hér, fór ég að sjá að ég er þá kannski ekki nærri því eins langt leiddur og margir hverjir hér inni.
Það sem ég er að reyna að koma orðum að er að af minni reynslu, þá hafur maður kannski gengið of langt í að kaupa og kaupa græjur endalaust…alltaf það mesta og besta og hljóðeinangra stúdeóið eftir nýjustu og flóknustu stöðlum og reikniformúlum.
En eftir allar þessar pælingar og peningaútlát hafa gæði laganna og textasmíðanna ekki skánað mikið….:)
Svo ég fór að rannsaka hvaða lög hafa slegið í gegn í gegn um tíðina, og pældi í hljómgæðum og öðru slíku sem við kemur upptökum, og komst að nokkuð áhugaverðri niðurstöðu þ.e. að obbinn af þessum hitturum voru ekki tekin upp á nærri eins flottum græjum og margir okkar hafa heima hjá okkur.
Á einhver okkar græjudellumanna og kvenna hér á þessari síðu hittara sem hefur farið í topp 10 listann á íslandi eða víðar? ef svo er þá er það alveg æðislegt….en fyrir þá sem safna og safna græjum…..væri ekki ráð að fara að færa áhersluna meira yfir á lagasmíðar…trúið mér ég veit að það er erfitt en kannski er það fyrir bestu. Pæling!
RD