Þar sem að ég sé ekki fram á að ég muni nota AKG inn einann með ásættanlegrum árangri er ég að spá í að fjárfesta í öðrum bassatrommumic við tækifæri (þar sem að ég á ekki 819 micinn sem ég notaði, heldur trommarinn sem ég var að taka upp fyrir í það skiptið)
Þá er það spurning, hvað ætti ég að skoða.
Langar í Shure SM91, en hann er svona frekar dýr, er mjög heitur fyrir að prufa Blue KickBall, og væri gaman að vita ef að einhver hér hefur prufað hann og hvernig honum líkaði.
Er ekki alveg nógu heitur fyrir PG/Beta 52, þar sem mig grunar að þeir séu frekar líkir AKG d112 micnum.
er eiginlega lítið spenntur fyrir öðrum merkjum, en gaman að vita af því samt
En allavega, hvaða bassatrommumica hafið þið prufað og hverja líkar ykkur best við ?
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF