Ég veit að það myndi gefast betur að setja mæk fyrir framan magnara og jafnvel einhvern einfaldann (og helst ekki viðbjóðslega dýrann) lampapreamp áður en hljóðið fer í hljóðkortið, ég er að velta fyrir mér þessum klassíska SM57 hljóðnema en er alveg clueless þegar kemur að formagnara.
Allar tillögur og hugmyndir eru vel þegnar en það er sennilega rétt að geta þess að ég er örugglega ekki að fara að kaupa eitthvað ofboðslega dýrt stöff.
Bætt við 4. apríl 2008 - 06:00
Ég þarf sennilega líka að kaupa hljóðnema til að taka upp tabla trommur, allskonar percussion og órafmögnuð strengjahljóðfæri, hugmyndir að þartilgerðum hljóðnemum eru líka vel þegnar.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.