Já, ég skal reyna.
Gate virkar þannig að þú ákveður “þröskuld” þar sem allt hljóð lægra en þröskuldurinn verður þögn (í stað lágs hljóðs) en “hliðið” opnar á allt hljóð sem fer yfir þröskuldinn. Þetta er hentugt í allann fjandann t.d á trommur. Sem dæmi þá er algengt að hljóðnemi á bassatrommu taki upp meira en bara bassatrommuna. Hljóðið úr trommum í kring “lekur” inná bassatrommurhljóðnemann. Lekinn er þó talsvert lægri en bassatromman sjálf. Þannig getur þú sett í gegnum gate og still þröskuldinn þannig að hljóðstyrkurinn sem þarf til að “opna” gate-ið er c.a sá sami og bassatromman gefur frá sér. Þannig ertu bara með bassatrommu á bassatrommurásinni í stað þessa að vera líka með lágt, bælt hljóð frá restinni af settinu með á milli bassatrommu slaga. Þetta auðvelda eftirvinnslu til muna.
Crossover er til þess að senda ákveðnar tíðnir á tiltekna staði. T.d senda bassa frá 20-120hz á subwoofer og allt þar fyrir ofan á önnur hátalarabox.
Það er furðulega erfitt að útskýra þessa hluti… en endilega einhver annar að reyna betur :P