Góðan daginn, áhugamenn um hljóðvinnslu.
Ég var að pæla, þar sem ég er ekki með mikla þekkingu á hljóðvinnslu og græjum í hljóðvinnslu þá ætla ég að spyrja ykkur örfárra spurninga og ráða um hvað ég ætti að fá mér til þess að taka upp hljómsveit, bara á einfalda vegu.
Hvaða upptökutæki mæliði persónulega með (ódýru)?
Er nauðsynlegt fyrir mig að fá mér mixer ef ég ætla bara að taka upp “amateur” upptökur?
Hvernig hendi ég upptökunum inn í tölvu?
Og reyndar, hvað er það helsta sem ég þarf að fá mér til þess að taka upp hljómsveit?