Ég er að fara í lýðháskóla í haust, ég valdi þennan skóla og er mikið að spá hvort ég ætti að velja gítarkennslu sem aðalfag, þar sem það er heittelskað áhugasvið hjá mér. Eða hvort ég ætti að stökkva út í eitthvað nýtt og óljóst, samt spennandi… hljóðvinnsluna. Ég hef mikinn áhuga á að læra að taka upp, læra á mica, setja upp hljóð fyrir tónleika og að hljóðblanda lög… held það sé spennandi svið. Málið er bara að ég hef aldrei prófað neitt þannig, þannig ég veit í raun ekki aaalveg hvað ég yrði að fara út í.
Þannig ég er að spá, hafið þið heyrt eitthvað um þennan skóla?
Og getur einhver lýst svona hljóðvinnslu fyrir mér, jafnvel talað bara um hvernig hún reynist þér? Er að spá hvort þetta sé ekki bara eitthvað sem ég hef virkilega áhuga á…. :D
Takk fyrir =)