Sælir hugarar,

Ég var að klára (klára eða ekki klára?) að taka upp eitt lag með hljómsveitinni minni og var í kvöld að reyna eftir minni bestu getu að mixa lagið.
Ég er ennþá “amatjúr” þannig að lagið er miðað við það.

Lagið sjálft er frumsamið og tókum við þátt í tónsmíðikeppni með það (mjasi á að þekkja þetta ;) ).

Lagið er hægt að heyra hér


Ég þigg allar athugasemdir og ábendingar hvernig hægt sé að laga/bæta lagið og ef einhverjir vilja þá skal ég koma projectinu til þeirra og þeir mega reyna að bæta það sjálfir..

Trommurnar voru teknar upp á 6 rásum og með Shure PG mic settinu.
Bassinn beintengdur í hljóðkortið.
Gítararnir báðir teknir upp með Shure Beta58A fyrir framan og aftan magnarann.
Söngurinn með Shure Beta58A