Þetta er lag sem ég samdi og tók upp og mixaði fyrir einhverjum vikum og hef verið að dútla við svona eftir vinnu af og til eftir það. Það eru einhverjir hnökrar ennþá, t.d þarf að finetuna og lækka generally í bakröddum og puncha inn breyttan texta í staðinn fyrir ljótustu málvillu síðari ára (allt gekk í lyndi), sem ég mun ekkert komast í að gera fyrr en ég losna við kvefið mitt. Guð veit hvenær það gerist miðað við veðurspánna.
Þeir bitar sem ekki eru softinstruments voru teknir upp á M-Audio FW1814 með Rode NT2a(þeas shitty kassagítarinn, söngur og rafmagnsgítar), enda var þetta hugsað sem nokkurskonar benchmark og tilraun til þess að kynnast nýju græjunum mínum . Verst var að ég á ekki monitora ennþá, svo þetta var mixað með Sennheiserum, sem eru…já.
http://soundclick.com/davida1 og velja vegir.