Hver rás er bara “hluti” af heildarhljóðinu sem inniheldur eitthvað ákveðið hljóðfæri.
T.d. í upptöku projectinu sem ég var að klára þá notaði ég um 15 rásir í allt projectið, hinsvegar tók ég þegar mest var upp 8 rásir í einu.
Þær rásir sem ég tók upp í einu voru:
Bassatrommumic 1
Bassatrommumic 2
Snerill
Tom 1
Tom 2
FloorTom
Overhead 1
Overhead 2
þær tók ég allar upp á sama tíma, en aðrar rásir tók ég upp hverja fyrir sig (söngurinn er reyndar undantekning)
Gítar 1
Gítar 2
Bassi
og svo var söngurinn hjá mér 3 rásir, þar sem að ég notaði mid/side tækni (tók bara upp 2 rásir í einu en duplicataði og invertaði svo side rásinni)
Það er frekar algengt að hljómsveitir taki oft upp live upptökur fyrst. Þeas. þeir skelli micum á allt (eða noti direct-out útganga eða annað slíkt á mögnurum), tengji alltsaman í Mixer og fá svo eina eða tvær rásir inn á tölvu.
Ja, ef að þú tekur upp eina rás í einu ertu hugtakslega séð ekki að klippa lagið saman
Það er í flestum tilfellum byrjað á því að taka upp trommur eftir taktmæli, og er misjafnt hvort það sé gert á eina rás, tvær, fjórar eða eina rás fyrir hvern mic.
Svo er bassi eða gítar oftast tekinn upp (það fer soltið eftir lögum/tónlistarstefnu hvort bassinn er settur á undan gítarnum eða ekki)
Þegar að það eru teknar svona multitrack upptökur er hver gítarrás´i flestum tilfellum tekin upp tvisvar (semsagt, gítarleikarinn spilar það nákvæmlega saman tvisvar) og svo er því panað alveg til hægri og alveg til vinstri, þá fær maður mun meiri dýpt í gítarsándið og það virkar mun meira “báðu megin”
Söngurinn er í flestum tilfellum tekinn upp síðastur.
Get því miður lítið ráðlagt þér með græjur og míkrafóna, þar sem að ég á bara það sem ég á, og það þykir kanski fullgrófur pakki til að splæsa í fyrir byrjenda :P
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF