Oftast er talað um “tvenns konar” upptökur, annarsvegar er það live upptökur, þar sem að öll hljómsveitin spilar eitthvað ákveðið lag í einu (t.d. á tónleikum og æfingum), það er útfært á marga vegu, allar rásir í mixer og svo annaðhvort Mono eða sterio inná tölvur, Allt trommusettið gegnum mixer og svo hvert hljóðfæri með sér rás, sumar trommur gegnum mixer og aðrar ásamt hljóðfærum á sér rás nú eða allir micar beint inn á sér rás í tölvu.
Hinsvegar er það “multitrack” upptökur þar sem að hvert hljóðfæri fyrir sig er tekið upp sér.
Í flestum tilfellum (eða allavega þykir það lang best) eru trommurnar teknar upp eftir clicktrack (taktmæli). Hvort sem að trommurnar eru mixaðar niður á 2 rásir gegnum mixer, fari beint inn á hljóðkort eða sittlítið af hvoru (t.d. allir toms saman á eina rás o.s.frv).
Ástæðan fyrir því að trommurnar eru oftast teknar upp fyrstar eftir clicktraci, en ekki t.d. að gítarinn taki upp eftir clicktracki og trommurnar fylgi því er að trommurnar eru (eða eiga allavega að vera) grundvöllur og halda þéttleika og takti í gegnum lagið, og gítarinn á að fylgja hvað varðar áherslur og annað, ef að gítarinn er tekinn upp fyrst getur það gerst að trommurnar missi helstu áherslurnar úr takti því að þær eru að fylgja gítar en ekki taktinum sjálfum.
Svo er misjafnt hvort að bassi eða gítar er tekinn upp fyrst. Það fer oft soltið eftir tónlistarstefnu hvort er betra. Bassinn er oftast mun meira rythmahljóðfæri en gítarinn og væri því í mörgum tilfellum betra að taka upp bassann fyrst (það er amk það sem ég kýs að gera, því að bassinn og trommurnar eru oftast “grunnur” í lagi) en oft þá er bassinn mjög háður því að fylgja gítarnum, og því er gítar tekinn upp fyrst.
Gítarsólo og aðrar uppfyllingar eru oftast teknar upp eftir að allur rythmi er kominn.
Söngur er í flestöllum tilfellum tekinn upp seinastur og þá. Hann er oftast tekinn upp með “Large Diaphragm Condenser” og þá á mono rás.
míkrafón auk þess að stundum eru notaðir Room míkrafónar, og eru þeir afturámóti oft í sterio, þetta er þó oftast aðeins gert í “lengra komnum” upptökum, þar sem að vel sándandi herbergi/salur er fyrir hendi og nóg af míkrafónum, en fer ekki nánar í það)
Bakraddir eru svo í kjölfar söngsins.
jæja, ég eyddi þá hádegishlénu mínu í að skrifa eftir alltsaman :P
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF