Ég var að velta fyrir mer kaupum á mixer og hljóðnemum fyrir trommusett.
Er eitthvað sem þið mælið með sem dugar mér alveg fyrst fyrir lítin pening. Var að hugsa um þennan mixer og síðan að kaupa míkrófóna úr Shure PG seríunni.
Ég á sjálfur Shure Beta 57A og mun nota hann á snerilinn, og er að hugsa um að kaupa Shure PG56 á tomtom og Shure PG52 á bassatrommuna, aðal vandamálið er overhead/overheadar.
Einnig var ég að pæla hvort að það sé nauðsinlegt að kaupa alveg þrjá tomtom míkrófóna þar sem að trommarinn er ekkert endilega að nota allar tom trommurnar í lögum.
Svo er spurningin, hafið þið eitthvað komment á mixer og hljóðnemaval og hafið þið hugmynd um overhead sem sniðugt væri fyrir mig að kaupa?
PS.Þetta er allt hugsað sem upptökubúnaður en ekki eitthvað live dæmi.