ég rakst á video í dag það sem gaur gat notað Wacom teikniborðið sitt sem MIDI controller og ég varð auðvitað að prófa það. Ég leitaði á netinu af forritum í þó nokkurn tíma og fann nokkur sem mér gekk misvel með að láta virka en á endanum kom þetta hjá mér:
[youtube]http://youtube.com/watch?v=i0mISY__QJQ
Sniðugt, finnst ykkur ekki?
Bætt við 19. nóvember 2007 - 23:39
Jæja er búinn að fikta aðeins meira í þessu. Núna nota ég hljómborð með MIDI out til að gera nóturnar og nota síðan teikniborðið við að stilla titring í nóturnar. Síðan er ég núna að nota MidiTab til að breyta teikniborðinu í Midi Device og Reaktor við að tengja þetta allt saman, síðan auðvitað bara Cubase við að taka þetta upp.
[youtube]http://youtube.com/watch?v=eZIG6kASuj8
Verð þó að viðurkenna að ég gerði þetta ekki sjálfur fékk mikla hjálp hjá félaga mínum þar sem ég kann ekki mikið á Reaktor, en ég lærði smá af þessu :)