Tók upp lag núna um helgina fyrir vini mína. Lagið hjá þeim er glænýtt og ekki komið með nafn. Væri gaman að fá comment um hvernig ykkur finnst, bæði lagið og gæðin í upptökunni.
Þetta er nú bara alveg allt í lagi. Nema mér finnst trommurnar eiginlega vera of hátt stilltar og söngurinn aðeins of lágur.. Eða ég meina ég þarf að hluta rosalega vel til að skilja hvað er verið að syngja..
Annað líka sem er eiginlega meira bara hljómsveitin en ekki upptakan þá hefði þetta nú bara mátt vera í örlítið hærri tóntegund, held að það hefði notið sýn betur.
Söngurinn er of lágt stilltur og aðalega snerillinn sem er hátt stilltur, annars bara nokkuð töff.
Hvaða hljómsveit er þetta ? Annars þá held ég að söngkonan myndi mögulega ekki ráða við þetta lag á hærri tóntegundum (virðist allavega ekkert vera neitt ofur fjölhæf söngkona þótt þetta sé flott í þessari tóntegund).
Þessi hljómsveit er nú bara tveggja manna band, tveir strákar, sem eru ekki einu sinni komnir með nafn. Fengu svo bara vinkonu sína til að syngja þetta.
Ok, þetta er allavega bara nokkuð gott hjá þeim, og upptökurnar eru góðar nema bara þarf að lækka í snerli, gæti vel verið að þegar það hefur verið lækkað í snerlinum þá þurfi ekkert að gera við sönginn. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..