Nei, það er ekki hægt að taka upp söng eða önnur hljóðfæri í Reason, en þú getur (held ég allavega) hengt Reason utan í Ableton Live hugbúnaðinn, spilað lagið sem þú ert að vinna í Reason í gegn um Live og tekið upp sönginn í Live og svo tekið söngupptökuna og fært hana inn í samplerinn í Reason og raðað henni svo upp þaðan inn í lagið í Reason.
Ef þetta hljómaði flókið þá er það vegna þess að það er flókið semsagt, það er fáránlegur galli á Reason að það sé ekki hægt að taka upp söng og hljóðfæri beint inn í það heldur þurfi að nota annann hugbúnað til þess.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.