Aðalatriðið er að ná góðum, skýrum og helst ekki fölskum vókaltökum með góðum hljóðnema, eq og reverb og þessháttar er bara aukaatriði ef vókallinn er góður til að byrja með.
Ég hef unnið með góðum söngvurum og slæmum og það er engin leið að redda slæmum vókal með eqi, compressor eða reverbi.
Ég reyni að taka vókala helst upp algjörlega óeffektaða því það er ekki hægt að fjarlægja reverb eftirá semsagt.
Ég hef það fyrir reglu að þegar ég set reverb á vókal þá nota ég alltaf minna af því heldur en mér finnst að ég eigi að nota, það er fátt ljótara en vókall með of miklu reverbi.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.