Sko þannig er mál með vexti að ég og félagi minn keyptum okkur eitt stykki mbox saman. Málið var að við fengum það notað og fyrrverandi eigandi þess fann ekki install diskinn með drivernum sem þarf til að keyra það. Væri ég innilega þakklátur ef einhver gæti bent mér á link þar sem ég get sótt driver fyrir Mbox(ekki mbox2.. bara Mbox). Svo er annað: Vinur minn fann driverinn fyrir svolitlu síðan en talvan hans crashaði áður en ég gat fengið afrit af drivernum hjá honum, en stuttu áður en talvan dó þá höfðum við átt í smá erfiðleikum með að nota mboxið með Cubase. Málið var að forritið fann mboxið og allt það.. það bara virtist ekki vera möguleiki að taka upp í gegnum það. :/ ef einhvern hér gæti hugsanlega grunað hvað væri að og veitt mér hjálp sem hugsanlega gæti leitt til þess að komast hjá þessu þegar ég loksins finn driverinn(vonandi í gegnum þessa grein) þá skal ég veita viðkomandi þann heiður að ég skal senda honum fulla krukku af lofti og töflutúss :)

Svar óskast sem fyrst