Þorvaldur Bjarni er bara nafnið á skólanum, ekkert annað. Hann sá held ég um 1 eða 2 tíma og mætti í partýin. Svo voru einhverjir 3 gaurar sem sáu um rest. 1 sá um tæknilegu hliðina (lítið af honum að læra ef maður hafði einhverja grunnþekkingu) og hinir 2 kenndu að semja lög.
Svo þegar kom að vinna í upptökunum fékk maður að gera lítið sjálfur, þeim lá svo á að klára þetta áður en námskeiðinu lauk að þeir gerðu nánast allt fyrir mann, ekki mikill lærdómur í því. Þetta er ekkert annað en peningaplokk.
Ég veit náttúrlega ekki hvernig þetta er orðið eftir að þeir sameinuðust Sýrlandi, líklega orðið mun betra, eða ég vona það allavega.