Eggjabakkar eru myth sem guð má vita hver byrjaði. Með því að setja teppi á veggina dempar þú allar mid-high og háar tíðnir en bassinn fer beint í gegn svo þú endar með mjög bælt hljóð, en sá partur sem fer mest fyrir í bergmálinnu minnkar talsvert að sama skapi, sama gildir um gólf og loft. Það er eiginlega ekki til ódýr leið (eins ódýr og þetta, það er) til þess að bæði losna við bergmálið og svo halda nokkuð ásættanlegum hlómi. Eggjabakka svammpur myndi sennilega vera einhverskonar millivegur milli tilgangslausra eggjabakka og teppi. Ef þú ert til í að eyða smá þá er allveg spurning um að skoða ódýrar bassagildrur í sem flest horn og eithvað diffusive t.d á veggina. Þú getur keypt allskonar hljóð einangranir og meðferðir í flekum af netinu en það er kannski meira en buddan leyfir.
Til að taka saman… ég þekki enga ódýra leið til að fá ásættanlegan hljóm í steypu.