Þú þarft náttúrulega bara 7 rásir fyrir 7 mica en annars eru engir nákvæmlega 7 rása. Ég mæli ekki með því að þú kaupir þér alltof ódýrar snúrur því að sumar eru bara svo lélegar eftir stuttan tíma þannig að það er þægilegra að vera með almennilegar snúrur. En ef þú ert að fara nota þetta til að taka upp, til hvers ætlaru að nota mixerinn, býst við því að þetta sé stafrænt hjá þér.
Sá að enginn var búinn að nefna þetta, en ég mæli hiklaust að fá mixer sem er með lágmark 7 XLR MIC-inputum (fengir bara 8 rása þar sem oddatölur eru sjaldséðar í mixerum)
Þyrftir þá XLR - XLR snúrur í þetta, ekki fá snúrur með jack þar sem þær eru ekki shielded sem býður upp á óþarfa suð og leiðindi plús þær flytja ekki phantom power sem flest allir condenser mic-ar þurfa á að halda (algengir fyrir Overhead-a á trommum).
Mæli með að fara í PFAFF á Grensásvegi og kaupa KLOTZ snúrur, vandaðar þýskar snúrur og á fínu verði miðað við hljóðfæraverslanirnar.
Varðandi mixer þá eru ódýrustu nýju mixerarnir frá Behringer, Tónastöðin með Phonic og Samson (ekkert rosa úrval samt af þeim).
Væri sterkasti leikurinn samt að finna notaðan mixer sem uppfyllir skilyrðin.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..