Núna erum við félagarnir að semja nokkur yndisleg, hjartbræðandi lög og í vetur ætlum við að taka þau upp og henda þeim á geisladiska fyrir nánustu vini og vandamenn (og nokkrar vel valdar gellur), en við vorum að spá hvert best væri að leita?
Þetta yrðu 100 stykki (jafnvel 200, ekki ákveðið ennþá) og það sem okkur vantar er þá:
- Fjölföldun diskanna og prentun á þá (líklega bara smá texti, svarthvítt þá).
- Prentun á svona kápu í diskinn (semsagt front, back og inní).
Ég veit að þetta mun kosta sitt, en vitiði hvar við fáum þessa þjónustu fyrir ásættanlegt verð?
Hef heyrt að t.d. Blindravinnustofuna taki þetta að sér og Myndbandavinnslan & Hljóðriti.
Hafiði einhverja reynslu af þessu? Hvar eru bestu verðin?
Sæþór Kristjánsson