Það er mun meira til af allskonar mússikhugbúnaði í PC vélar en Mac vegna þess að það eru fleiri PC notendur en Mac notendur í heiminum, stærri markaður = meira framboð.
Ég hef notað tiltölulega venjulega PC vél til að taka upp tónlist á árum saman án teljandi vandræða, ég er reyndar með mjög fínt utanáliggjandi hljóðkort því þessi stöðluðu hljóðkort sem fylgja PC vélum eru bara ekki málið í hljóðvinnslu.
Drengirnir í hljómsveitinni minni eru að tala um að kaupa Mac og hætta að nota PC vélar, mér persónulega finnst það rugl.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.