Þú þarft að kaupa hljóðkort til að notast við Pro Tools. Hljóðkortin sem ganga með þessu frá Digidesign eru til í nokkrum verðum og stærðum. Sennilega vinsælasta af því sem er í boði er Mbox2. Ef minnið mitt er ekki í bulli þá kostar það um 50 þúsund í hljóðfærahúsinu. Þeir eru svo að bjóða Mbox2-mini (sem er sama og mbox2 nema eitt input í stað tveggja) á pakka tilboði með mic:
UPPTÖKUTILBOÐ !
Mbox mini og MXL 2006 Condenser
míkrófónn. ESI N-EAR04 studíó
monitorar með magnara.
Míkrófónfesting og snúra fylgir ásamt statífi.
Fullt verð 72.980 kr.
Tilboðsverð 65.900 kr.
Þetta hljómar ágætlega og væri þá allt sem þú þarft til að koma þér af stað. Annars gætiru tékkað á mbox2 á ebay. Ég fékk mitt mbox (í þarsíðustu viku) á 35 þúsund með öllu komið heim og þessi mic í tilboðinu er piss ódýr.. svo.. farðu á ebay og sparaðu þér pening.. eða ekki.. hver veit :P
Bætt við 7. júní 2007 - 10:50 Gleymdi að það er monitorar með í tilboðinu… eins og þú sérð :P