En já, með míkrafóna þá er hægt að fá ágætis Shure bassatrommumic í tónabúðinni sem ber heitir PG52 og kostar 12.800 (með honum er klemma og snúra)
Með sneriltrommumic er til mic frá shure sem að heitir PG56 og kemur með klemmu til að festa á trommur og snúru. hann kostar 8.500 kr í tónabúðinni
Einnig er til sett með einum PG52 og þrem PG56 og kostar það 29.900. En þar sem að þú segist ekki þurfa alla þessa mica ráðlegg ég þér að geyma það amk aðeins.
Shure SM57 er míkrafónn sem að er alveg óstjórnlega mikið notaður fyrir trommur, bassa- og gítarmagnara, blásturshljóðfæri, söng og bara ýmislegt. Það er öruglega til SM57 í flestum stúdíóum og tónleikasölum í heiminum og er þetta ótrúlega fjölhæfur og góður mic. Hann kostar 12.100 í tónabúðinni og getur þú fengið trommufestingu (eins og fylgir með PG56) á 3.650kr.
Ég persónulega mæli með SM57 þar sem að þú getur notað hann í svo margt, töluvert meira en t.d. PG56 micinn.
Ég er því miður ekki nógu vel að mér í Overhead-micum þannig ætla ekki að gefa þér nein ráð um það.
Ein útfærsla til að geta tekið upp 4 míkrafónrásir samtímis sem ég veit um er að kaupa Presonus Firebox (35.900 í tónabúðinni) og Behringer XenyX 802 (8.900 í tónabúðinni) og setja 2 mica í hljóðkortið og 2 í mixerinn. Pana svo rás 1. á mixernum alveg til vinstri og rás 2. alveg til hægri. Svo tengiru Vinstra outputið á mixernum í line-in rás 3. á fireboxinu og hægra outputið í rás. 4.
Þá ertu kominn með 4 mica á 4 rásir inn í cubase (eða annað forrit)
Þetta er bara ein aðferð af mörgum. Það eru samt eflaust til betri aðferðir fyrir svipað verð þar sem að Preampar í behringer mixerum eru ekkert geðveikir en ætti alveg að duga.
etv. einhver notandi hér ósammála mér varðandi þetta og þá má sá hinn sami endinlega segja mér það.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF