Ég vil byrja á því að segja að ég er byrjandi í þessum upptöku bransa svo ég kann ekkert svakalega á þessar græjur og forrit, skil samt flest allt sem útskýrt er fyrir mér.
Ég er samt sem áður að lenda í smá veseni, ég er að reyna að setja upp trommur í Reason, en fæ ekkert sound þó ég sé búin að importa midi file-num í Reason.
Get ég ekki sett upp takta í GP (guitarpro) og import-að það í Reason og fengið þannig betri trommuhljóð fyrir taktana ?
Og er svo ekki hægt að importa taktinum í Reason yfir í ProTools og taka svo upp yfir hann?
Ef að þetta er illskiljanlegt þá skal ég reyna að útskýra þetta betur ef þess er óskað :)
Takk fyrir, Kv Danni