Sælir kæru hugarar og hljóðvinnslumenn.
Núna var ég einmitt að klára upptökur á einu laginu sem hljómsveitin mín samdi og þar sem ég er algjör nýgræðingur í allskonar eftirvinnslu þá er ég að biðja ykkur um smá hjálp/ráðleggingar/uppástungur með hvað ég get gert til að lagið hljómi betur..
Græjur notaðar:
* 16 rása Mixer
* mBox 2 mini
* 3 x Shure PG 56 Snare/tom mic
* 2 x Shure PG 81 Overhead mic
* 1 x Shure PG 52 Kick drum mic
* 1 x Shure sm57 (held ég)
* Tölvan mín og Pro Tools
Upptökurnar og aðferðin:
Upptökurnar fóru fram þannig að ég byrjaði á því að taka upp mig, gítarleikarann og bassaleikarann að spila lagið í gegn. Síðan notaði ég (trommari) þá upptöku sem viðmiðun þegar ég tók upp trommurnar (Allir 6 Shure trommuhljóðnemarnir tengdir í mixerinn og síðan úr mixernum í mbox-ið). Næsta skref var að taka upp bassann (bara beint úr Line-Out á magnaranum og í mBoxið) og gítarinn (Einn Overhead-inn látin vera fyrir framan gítarmagnarann og miða ská á miðjuna á magnaranum). Hljómborðið var tekið upp beint í gegnum mBoxið og Söngurinn líka.
Ég ákvað að láta öll hljóðfærin renna nokkrum sinnum í gegnum lagið og klippti síðan bara bestu hlutina saman og ef eitthvað var ennþá að þá tók ég upp aftur þá hluta þangað til það tókst alveg. Þetta er það eina sem ég er búinn að gera við lagið…
Í ProTools er þá kominn með:
* 2 rásir fyrir trommur sem ég pana aðra alveg hægri og hina vinstri til þess að fá stereo-ið frá mixernum.
* 1 rás fyrir bassann
* 1 rás fyrir söng
* 1 rás fyrir gítar
* 1 rás fyrir gítarsólóið
* 1 rás fyrir hljómborð.
Ég veit að fjölmargir hérna eru mjög góðir í þessu og þess vegna er ég að koma til ykkar með hjálp. Þið megið endilega segja mér frá ýmislegu sem ég get gert til að fá hljóminn betri.
Á ég að bæta við annari upptöku af gítarnum eða söng?
Á ég að bæta við einhverskonar effectum á rásirnar s.s. chorus, reverb eða þannig lagað?
Hvernig fynnst ykkkur best að mixa lagið?
Endilega komið með marga punkta um eftirvinnslu því það myndi hjálpa mér alveg rosalega
kv.
Arnar Freyr
Trommari