Þess má til gamans geta að spennu og straumbreytir er nákvæmlega það sama í langflestum tilfellum.
Segjum að mixerinn þurfi 100w af afli til að keyra (hef ekki hugmynd um hvað meðalstór mixer er að taka) þá er hann að taka 0,43A frá rafveitunni (í þessu dæmi reikna ég ekki með neinum töpum neinstaðar) eða 430mA á 230V spennu
Mixerinn sjálfur tekur kanski 12V inná sig sem að gerir það að verkum að breyta þarf spennunni úr 230V í 12V (oftast er breytt úr riðstraum í jafnstraum, en fer ekki út í það að svo stöddu þar sem að töp og spennubreyting við afriðun er of flókin til að fara út í það í svona einföldu dæmi)
Þegar búið er að breyta spennunni í 12V þá þarf mixerinn samt enþá 100w til að keyra, og það er ómögulegt að minnka spennuna í 1/19 af upprunalegri spennu en vera samt að fá jafn mikið afl. Þess vegna hækkar straumirnn til að ná upp jafnmiklu afli þar sem að
P(afl) = U(spenna) * I(straumur)
og þar af leiðandi hækkar straumurinn úr 0,43A upp í 8,3A á 12v
Þannig að spennu/straumbreytir fyrir tiltekinn mixer breytir bæði straum og spennu. Samkvæmt þessu dæmi breytist
Spennan:
230V verður 12V
0,43A verða 8,3A
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF