Já, mic og upptökutæki. Ertu að spá í að gera þetta í tölvu eða langar þig í eithvað tæki sem sér um þetta?
Fyrir tölvu er vert að kíkja á: Line6 toneport
http://www.line6.com/toneport/og svo mic (t.d sure sm58 eða shure sm57 t.d)
Þetta er semsagt hljóðkort með mic ingangi svo þú getur tengt mic beint í þetta og sungið inní forrit (t.d sem fylgir þessu hljóðkorti) og tengt gítar beint inn í hljóðkortið líka og unnið svo með þetta í tölvunni.
Það er til óendanlegt magn af mismunandi hljóðkortum í mismunandi verðflokkum. Þú þarft sennilega bara 2 rásir fyrir það sem þú ert að spá (ein fyrir söng og ein fyrir gítar). Ef þú ert tilbúinn að eyða aðeins meiri pening er vert að skoða Digidesign mbox 2 sem er með jafnmörgum rásum en mund betri formagnara og þá notastu við forritð Pro tools, sem fylgir.
Bætt við 3. maí 2007 - 14:19 Ef þú ert svo að spá í að notast við eitt tæki í stað tölvu, láttu mig þá vita hver verðhugmyndin er og ég skal mæla með einhveru fyrir þig.