Sælir hugarar,

Eins og margir vita, þá hafa netviðskipti sína kosti og galla. Þeir sem kaupa vörur á netinu reyna oft að meta nokkur atriði, til dæmis:
-Hversu miklu munar á verði vörunnar á netinu og hér heima.
-Hvort varan fáist hér heima eða ekki.
-Hvort það borgi sig að kaupa vöruna hér heima, til þess að hafa hana í ábyrgð (fremur en að kaupa hana e.t.v. ódýrari að utan).
-o.s.frv.

Ég hugsaði þennan kork sem einskonar vettvang fyrir fólk sem vill miðla sinni reynslu af viðskiptum á netinu og lesa um reynslu annarra.
Þetta geri ég vegna þess að ég er u.þ.b. að testa þetta í fyrsta skipti sjálfur.

Það væri massive að vita til dæmis:

-Hversu margir hafa pantað vörur (sem tengjast hljóðvinnslu) af netverslunum á netinu, sbr. amazon, ebay, music123 ?
-Hvað var pantað?
-Hvaðan var varan pöntuð. (verslun+url og land)
-Verð vörunnar á netinu, þegar hún var komin heim, og verð vörunnar út úr búð hér heima.
-Hvort um nýja eða notaða vöru sé að ræða.
-Síðast en ekki síst: niðurstaða. Voruð þið sátt við kaupin eða ekki?
-Svo væri líka snilld að vita ef það er eitthvað annað sem fólki liggur sérstaklega á hjarta ;)

annars bara.. takk.. pís