Var hérna áðan að dunda mér við að laga aðeins til bassatrommuslög í cubase (sx). Tvíklikkaði bara á filinn inni í project glugganum og þá opnaðist gluggi sem hét “Sample Editor”. Svo fór ég í næsta kafla í laginu (sem að var tekinn upp sér) og þá opnaðist “Audio Part Editor” þegar ég tvíklikkaði á filinn, sem að býður ekki upp á hinn ágæta “Warp Samples” takka sem ég var að nota.
Veit einhver af hverju þetta er svona, og hvernig ég get opnað seinni filinn í sample editor ?
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF