Ef þú ert eingöngu að fara taka upp hljóð held ég að Pro Tools sé stálið, hef reyndar ekki mikla reynslu af því sjálfur,
sjálfur nota ég Cubase sem hentar mér mjög vel þar sem það er bæði gott fyrir hljóðupptökur en er einnig frábær midi sequencer.
Ef þú ferð Pro tools leiðina þarftu að nota hljóðkort sem pro tools styður t.d. M-Box, mörg M-audio kort eða Digi 001-003.
Ef þú ferð í Cubase (eða bara hvað sem er annað en PT) hefurðu töluvert meira úrval af hljóðkortum,
sjálfur er ég að nota Focusrite Saffire LE sem ég er hæstánægður með, bara með 2 pre-ampa reyndar, enda þarf ég ekki að geta tekið upp heilt band í einu. Aðallega spurning hvað þú vilt eyða miklu í hljóðkort því þau kosta frá nokkrum þúsundköllum í nokkur hundruð þúsundkalla!
Svo gætirðu einnig fengið þér Firewire mixer sem virkar bæði sem mixer og hljóðkort, þar geturðu fengið hverja rás fyrir sig inn í upptökuforritið.
t.d.
Alesis Multimix (bara passa að það sé firewire en ekki USB, því USB er bara stereo in/út en ekki allar rásir sér)
Svo er ég enginn sérfræðingur á mic-a þar sem ég er aðallega að taka upp syntha og hef ekki mikla þörf fyrir þá,
eflaust fleiri hér á þessu áhugamáli sem geta hjálpað þér við það.