Acid er fínt ef þú ætlar að notast við loopur, en ef þú vilt semja tónlist frá grunni mæli ég með einhverju öðru, en þó hefur acid verið tekið í gegn hvað midi varðar svo það þarf ekkert að útiloka það, hef reyndar ekki notast við Acid síðan það kom fyrst út.
Svo er Reason mjög fínt eins og einhver er búinn að benda á, en þar er ekki eins gott að vinna með loopur,
þó það sé hægt með hjálp Recycle.
Er ekki klár á því hvað það kostar úti í búð,
en ég myndi mæla með að prufa demo fyrst áður en þú splæsir í það.
Bætt við 3. apríl 2007 - 10:48 var að skoða Sony Acid síðuna og sé að Acid hefur verið tekið vel í gegn síðan ég prufaði það síðast og sé að það er búið að bæta það töluvert og er þá helst að nefna VST stuðning sem gerir þér kleyft að bæta við hljóðfærum og effectum að vild.
hér getur þú nálgast Demo og fengið meira info