Presonus Firepod: Það er upptökugræjan sem þú tengir við tölvuna. Það eru 8 input á henni sem gerir þér kleift að taka upp trommur leikandi ef þú hefur áhuga á því. Þú getur keypt hana í Tónabúðinni á 59.900
Cubase SE 3: Þá er það forritið sem þú lætur í tölvuna þína. Þetta forrit á hver sem er ekki að eiga í miklum vandræðum með. Málið er bara að fikra sig áfram. Þetta færðu einnig í Tónabúðinni á aðeins 14.500
Shure hljóðnemar: Mjög þægilegir hljóðnemar. Fyrst þú ræður við svona mikið fjármagn getur þú keypt þér Shure Beta 52 sem er bassatrommumic en er fjári góður mic fyrir bassamagnara. Shure SM 57 er fjölhæfasti mic í heimi og getur þú notað hann á gítarmagnara, acoustic gítar eða trommusett. Shure SM58 er einnig mjög fjölhæfur en er aðallega hannaður fyrir söng. Beta 52 kostar 18.200, SM57 11.200 og SM58 10.800, allir fást þeir í Tónabúðinni.
Ef við reiknum þetta saman þá er það svona:
Presonus Firepod:59.900
Cubase SE 3: 14.500
Shure Beta 52: 18.200
Shure SM 57: 11.200
Shure SM 58: 10.800
Samtals: 115.000
Svo má reikna með því að Tónabúðin gefur þér afslátt vegna þess hversu mikið þú ert að kaupa og svo er staðgreiðsluafsláttur líka. Þetta ætti að skila þér mjög góðum gæðum á öllu saman, og ef þér langar að taka upp trommur, þá er það ekkert mál, þú ert með Bassatrommumic, snerilmic og getur látið SM58 sem Overhead.