Ef þú vilt nota loopur þá er Acid fínt eins og búið er að benda á,
en þar sem þú segist vilja geta búið til tónlist frá grunni geri ég ráð fyrir að það sé ekki það sem þú ert að leita eftir,
Það sem ég myndi byrja á ef þú hefur litla reynslu í þessum málum er að skoða forrit eins og
Reason,
í því er að finna öll þau tól sem nauðsynleg eru til að semja tónlist frá grunni, en gefur þér litla
möguleika varðandi upptöku á utanaðkomandi hljóðfærum svo sem gítar eða jafnvel söng.
Ef þú vilt eitthvað sem gerir þér kleyft að taka upp hljóð ásamt því að hafa innbyggð hljóðfæri
mæli ég með
Cubase ásamt nokkrum vst plug-ins,
þessi pakki er soldið flóknari og mæli ég með að læra á Reason áður en ráðist er á forrit af þessum kalíber.