Ertu að tala bara um “midi controllers” yfir höfuð? Já, í hljómborðum væru þetta bara midi borð með engum “hljóðum” innbygðum og mis mörgum tökkum og sleðum sem þú gætir þá asignað á mismunandi parametra á tölvuforritum/synthum… svo eru til midi controlerar sem eru ekkert með hljómborði heldur eru í bara “hljóðlausir” mixerar sem eru ætlaðir til að stjórna hinum og þessum parameterum (tökkum, sleðum) í forritum og hafa þannig hands-on í staðin fyrir t.d músina eða lyklaborðið. Í dag er mest af þessu USB tengt en enn er samt hægt að finna týpur sem tengjast í midi inn (joystick in ef hitt er ekki fyrir hendi)