Ég mundi velja annan sneril í EZdrummer (einhvern þéttari) og setja hann og bassa trommuna á sér rásir og mixa þá sér til að fá betra sound. Einnig hækka í öllu settinu. Þegar þú ert að mixa trommusettið, aðalega þá bassatrommuna, skaltu hlusta á bassan í leiðinni til að gá hvernig það kemur út, bassinn á það nefnilega til að “drekkja” bassatrommunni. Einnig mundi ég hækka bassan á bassanum, gæti verið að þú viljir hafa þetta svona en mér finnst þetta aðeins og hrátt, ég mundi líka alls ekki hafa drive á bassanum, það er nefnilega smá Symptom of the universe (black sabbath) fílingur í gítarsándinu svo ég mundi hafa bassan clean til að gera þetta svona þéttara og þyngra, en það er bara mitt álit.