Held að þetta sé rétti staðurinn fyrir þessar pælingar en
ég var að fá mér laptop og ef ég nota svona lítil headphone þá heyri ég hátt suð sem virðist vera háð því hvað tölvan er að gera, ef ég til dæmis opna stóra möppu þá kemur svona hærra hljóð spike
ég hringdi í söluaðilann og hann hélt að hann gæti fixað það fyrir mig, það kemur í ljós í næstu viku
en ég var aðalega að pæla hvað ég geti gert til þess að fá almennileg hljóðgæði þegar ég spila tónlist úr lappanum
það er víst ekki hægt að setja venjulegt hljóðkort í hann en þá rakst ég á þetta:
http://www.tolvulistinn.is/vara/3477
hefur einhver reynslu af þessu eða með einhver ráð fyrir mig ?
ég vill geta hlustað á tónlist í almennilegum gæðum !