Ég hef verið að taka upp í nokkra mánuði. Ég nota mbox2 + protools og nota aðallega kassagítar (Takamine-EG54SS1), bassi og söngur. Ég hef einnig tekið upp selló, munnhörpu og stundum hljómborð (píanó eða eitthvað MIDI dæmi; orgel, crap-trommur etc..

Fyrir sönginn nota ég ódýran Samson C01 Studio Condenser Mic og gítarinn og bassann tek ég yfirleitt direct. Ég á líka behringer pre-amp en ég er nýlega farinn að nota hann í upptökur. Þegar ég var í hljómsveitastússi var ég yfirleitt með hann fyrir framan effectapedalana en það er bara nýlega sem ég las það einhversstaðar að það væri gott að nota pre-amp í upptökur, a.m.k. í söng.

Ég er algjör nýgræðingur í þessum upptökumálum og væri alveg til í að fá smá feedback frá einhverjum sem þekkja til í þessu.

Þar fyrir utan væri gott að fá feedback á lögin sjálf auðvitað :)

Svona í allri sanngirni er vert að minnast á meðleikarana :P

Útigangssaga:
Sóló/fills gítar: Kjartan Baldursson
Selló: Hafdís Pálsdóttir
Um Vænisýki:
Munnharpa: Hannes Garðar Stefánsson