Ég vil bara benda á það að maður lærir langmest og ég meina LANGMEST á því að fikta sig áfram og fikta sig síðan meira áfram, spyrja aðra, sem vita meira en maður sjálfur, um hluti og prófa þá og sjá hvað gerist, snúa tökkum og heyra hvað gerist og fyrst og fremst HLUSTA á hvað gerist þegar maður snýr tökkum ( maður mixar ekki með augunum)!! Ég fór á sýrlandsnámskeið áður en allt breyttist, flott námskeið en þeir segja bara það sama, fikta sig áfram og muna það eru engar reglur!! Það er frekar erfitt að læra að hlusta með því að lesa, maður fær grunnhugmynd en svo verður bara a prófa, prófa og prófa meira, æfa sig í þessu eins og öðru, þessir kallar sem eru bestir í þessu urðu ekki góðir á einni nóttu eða einu námskeiði, heldur við að prófa!! Það hefur allavega dugað mér.
Bætt við 9. febrúar 2007 - 00:06
já og Flemming er audiophile og rafeindavirki efast um að hann sé mikið í upptökum og öðru slíku.