Ég er að nota Logic Express 7, Ableton Live 6 og Peak 5.
Logic er noddla midi kóngurinn, það er ekkert annað forrit sem ógnar því þar. Ég notaði Cubase áður enn ég skipti yfir á makka og að mínu mati þá á það ekkert í Logic í midi deildinni, hef samt ekki reynslu af Cubase 4.
Ableton er með ágætis midi loop editing enn það fer að vera pirrandi þegar þú þarft að fara edita stórar og langar midi upptökur og ert vanur Logic.
Ef þú ert að spá í að fá þér Logic þá myndi ég mæla með LE 7 frekar enn Pro, ekki nema þú þurfir surround mixing og extra inputinn. Hins vegar þá er lítið vit að fá sér Logic nema þú sért að vinna mikið með midi, flest önnur forrit bjóða upp á betri audio vinnslu möguleika og umhverfi.
Samt upp á síðkastið þá virðist ég alltaf eyða meiri og meiri tíma í Live, það getur stundum verið takmarkað enn “fun factorinn” er bara svo rosalegur og vegur á móti.