Kauptu þér bara toneport frá line6. Það finnst mér vera gott byrjendahljóðkort, því það er helling af effektum sem þú getur notað í þessu, og svoleiðis. Ableton live lite fylgir með þessu, sem er svosum fínt forrit, en þú getur alveg eins notað audacity eða eitthvað þvíumlíkt sem er frítt á netinu.
Með mic, þá myndi ég bara skella mér á einn Shure sm57 sem kostar 11.200 í tónastöðinni, en er ekki alveg viss með verðið á honum í tónabúðinni.
Toneportið kostar frá 16.000 ca sem er þetta ux-1 sem er bara með einum mic formagnara, svo ux-2 með 2 formagnara, sem kostar um 20.000 kallin, og svo er KB37. Það er nýjast, og í því eru 2 formagnarar ein og í ux-2, nema á því eru auka flýrihnappar og svoleiðis, og svo er geggjað nett að á því er líka midi hljómborð. það kostar eitthvað um 26-30.000 minnir mig(er ekki alveg með öll verð á hreinu…)
Mæli bara með að þú farir og skoðir þetta. Því miður eru ekki til ux-1 og ux-2 akkúrat núna, en þau koma vonandi um miðjan janúar eða lok hans. KB37 er hins vegar til, og mæli ég með að þú farir að skoða það og gá hvort þér líst á það.
Annars er líka linkur hérna á Toneport:
http://line6.com/toneport/Og svo er hér linkur á myndit af þessu öllu:
http://line6.com/toneport/photogallery.htmlAtugaðu að þetta með hljómborðinu er KB37.