Einn eða fleiri í bassatrommu, gott að setja einn við opið, þá færðu svona bassa, ef þú lætur hann nær skinninu færðu meira kick hljóð.
Fínt að láta einn á hi hatinn svona condenser og láta hann á fjær hliðina frá snerlinum séð. Hafa hann svona fyrir ofan efri diskinn og beina ská niður.
Snerilinn er fínt að mica með einum sm57 (t.d.) og hafa hann bara þar sem ekki er slegið í hann og beina svolítið í átt frá hinum trommunum (eins mikið og hægt er).
Tomana er náttúrulega best að hafa einn á hverjum eða einn á milli þeirra (virkar líka).
Svo fyrir symbala er það condenser micar, oft tveir, samt er alveg hægt að nota eins marga og þú vilt, og bara finna góðan stað fyrir ofan settið, engin regla þannig séð varðandi þetta sem ég veit um.
Svo er minimal alveg hægt að hafa einn á bassatrommu og svo bara einn condenser. Líka alveg hægt að hafa bara einn á bassatrommu, mica hi hat og sneril saman með einum, mica tomana með einum og einn overhead.
Þannig að þú kemst upp með tvo, en getur líka alveg hent 10-20 micum í þetta ef viljinn er fyrir hendi.
“If it isn't documented, it doesn't exist”