já það er málið…
ítarlegri munur á SM og Beta seríunum er sem hér segir:
SM serían var kynnt á 7 áratugnum og er orðin klassík, Betan var kynnt eitthvað um aldamótin og er því aðeins öðruvísi þróuð. Þar að auki var hún betrumbætt milli 2002 og 2003 og bættist þá A fyrir aftan vörunúmer micana sem voru betrumbættir, t.d. Beta 58A.
Þó svo að margir segi að SM58 og Beta 58 séu mjög líkir eru nokkuð ólíkt með þeim. Tíðnisvið Betunar nær aðeins hærra og gefur þá að mínu mati, flottari hljóð. Auk þess feedbackar Betan mun minna vegna byggingar hennar. Grill Betunar er harðara og því beyglast það minna en SM58(gott fyrir pönkara). Einnig er áferð Betunar öðruvísi.
Það er kenning um að SM58 og SM57 sé í raun sami micinn, en vegna grillsins skilar það öðruvísi tíðni. Shure menn neita þessu alfarið.
Af útlitinu má dæma að SM57 og Beta 57 er ekki nálægt því sami micinn, og kýs ég frekar SM57 en Betuna.
SM serían er ekki með bassatrommumica, né sérstaka tom mica, sem Beta serían er með.
Jæja er þetta ekki komið gott, og já svo mæli ég með SM57 fyrir þig því þetta er svo langbesti alhliðamic í heiminum að hann hentar í nánast allt, þú getur látið hann hvar sem er á trommusett og hann sándar vel, látið hann á gítarmagnara eða sungið í hann…virkilega góður mic.