Mig langar að búa mér til svona “mini” heimastúdíó. Ég er með ágætis borðtölvu sem á að ráða við pro tools og cubase.
Eins og er er ég ekki í neinni hljómsveit (og bara svona í leiðinni ef einhverjum vantar gítarleikara þá bjalla í mig hér á huga bara) og er þar af leiðandi bara einn heima að leika mér og langar að fara að savea efnið mitt í flottum gæðum.
Málið er að mig vantar eitthvað recording interface til að taka upp og ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætti að taka. Ég hef verið að skoða m-box 2 en líst bara ekkert á það sökum þess hve fáar rásir er hægt að taka í einu uppá það að fara svo kannski seinna að taka upp hljómsveit með þessu. Ég hef verið að skoða M-audio tækin og lýst vel á þau en vil fá svör um kosti og galla á þeim. Einnig hef ég í huga presonus firepod en hann er dýr minnir mig og ég vil “helst” hafa pro tools en ég sætti mig allveg við cubase.
Einnig ef einhver hér sem les þetta hefur eitthvað sniðugt notað sem hann vill losna við þá má hann endilega hafa samband við mig í einkaskilaboðum.
með fyrirfram þökk, haflilli
._.