Jæja, ég hef tekið eftir miklum skort á greinum og slíku hér og hef verið að velta fyrir mér varðandi öll forrit sem allir notendur hljóðvinnslunar eru að nota.
Hér inná milli hljóta að vera einhverjir byrjendur og einhverjir lengra komnir, sum forrit sem við erum að nota (t.d. Reason) eru forrit sem er kannski ekkert alltof auðvelt að koma sér inní nema með hjálp og sumir eru slakari í enskunni en aðrir og datt mér því í huga að fólk sem kann vel á forrit sem gagnast gætu öðrum eða sem kunna vel á ákveðin tæki í stúdíó-forritunum okkar (t.d. compressora og fl. sem margir kunna ekkert að nota) gætu ekki skrifað greinar um þetta mál og komið með smá pointera fyrir okkur hina.
Ég er með nokkrar óskir af “tutorials” sem mig vantar og þætti mér afar vænt um að fá annaðhvort svör við þessum óskum eða jafnvel bara sjá greinar um þessa hluti (Sem væri enn betra fyrir okkur öll). Mín helsta ósk er:
- Trommur í reason ? Það hlítur að vera einhver sem er mjög klár í þessu, ég get gert mjög basic takta og svona en ég kann í raun ekkert á þetta.
Endilega ef einhver hér situr á góðum greinum eða er með hugmynd af grein sem sá hinn sami getur ekki skrifað sjálfur komið þá með það hér inn svo aðrir geti kannski fengið hugmyndir um hvað er verið að tala um. :)
En já ef þú kannt á Reason þá máttu endilega kenna mér svona basic á þetta. ;)